Verð fyrir viðtal (50 mín) við sálfræðinga Tölum saman í gegnum internetið er 18.000 krónur. 

Stutt viðtal (30 mín) við sálfræðing Tölum saman í gegnum internetið kostar 9.000.-

Athugið að fólki er gert að greiða hálft gjald ef það á bókaðan tíma sem það mætir ekki í og hefur ekki afboðaða með sólarhrings fyrirvara en til þess að afboða er hægt að senda tölvupóst á tolumsaman@tolumsaman.is.

Áður en fólk mætir í fyrsta viðtal bjóðum við upp á stuttan prufutíma (5-10 mín) endurgjaldslaust til þess að kanna hvort tækjabúnaðurinn virki ekki sem skyldi.

Í mörgum tilvikum taka stéttarfélög þátt í að niðurgreiða sálfræðikostnað og hvetjum við fólk til þess að kanna réttindi sín hjá því stéttarfélagi sem það tilheyrir.

Það er misjafnt hve marga meðferðartíma fólk þarf til þess að ná tökum á þeim vanda sem það er að glíma við og ræðst það af eðli vandans. Fyrsta viðtalið sem fer fram kallast greiningarviðtal sem er mikilvægur undanfari einstaklingsmeðferðar hjá Tölum saman, þar sem sú kortlagning sem þar fer fram er leiðarvísirinn að því sem gert verður til að takast á við vandann. Hugræn atferlismeðferð sem er það meðferðarform sem sálfræðingar Tölum saman beyta er þó alla jafna skammtímameðferð þar sem unnið er markvisst að því að leysa núverandi vanda. Í þessari meðferð skoða sálfræðingur og sá sem til hans leitar í sameiningu hvað geti verið að viðhalda vandanum og hvernig megi kanna hvort þær hugmyndir sem fólk hefur séu raunhæfar.  Leitast er við að skoða þessar hugmyndir með ýmsum æfingum og tilraunum sem leitt geta í ljós hvort hugmyndirnar eigi við rök að styðjast, eða hvort um óþarfa áhyggjur sé að ræða. Þessar æfingar eru ýmist framkvæmdar í tímum eða milli tíma og er oftast farið yfir það í upphafi hvers tíma hvað tekist hafi verið á við frá því síðast. Undir lok hvers tíma eru svo ákveðnar nýjar æfingar fyrir næsta tíma. Tilraunirnar gera þessa meðferð skemmtilega og eru þær ávallt ákveðnar í sameiningu, með samþykki allra aðila. Þær eru aldrei hafðar þyngri en svo að fólk treysti sér til að framkvæma þær.

tolumsaman