Um okkur

Tölum saman er nýjung innan geðheilbrigðisþjónustunnar og var stofnað í nóvember 2016 af Degi Bjarnasyni geðlækni, Sigurbjörgu J. Ludvigsdóttur sálfræðingi og Kvíðameðferðastöðinni með það að marki að stórefla aðgengi almennings að árangursríkri meðferð við margs konar tilfinningavanda með aðstoð nútímatækni. Lögð er áhersla á að beita svo kallaðri gagnreyndri meðferð sem er í langflestum tilvikum hugræn atferlismeðferð til þess að ná tökum á ýmis konar tilfinngavanda, s.s. kvíða og kvíðaröskunum, depurð og lágu sjálfsmati. Gagnreynd meðferð merkir að búið er að rannsaka árangurinn sem næst með meðferðinni og hún skilað góðum árangri. Hugbúnaðurinn sem er notaður var hannaður af Kara connect.

Erlendar rannsóknir virðast benda til þess að meðferð sem veitt er í gegnum fjarfundabúnað sé álíka árangursrík og meðferð sem veitt er augliti til auglitis á starfsstofu sálfræðings. Ekki er þó hægt að fullyrða að hægt sé að meðhöndla allan vanda með þessu móti. Komi til þess að fjarþjónusta henti ekki til þess að ná tökum á vanda einstaklings þá mun Tölum saman vísa viðkomandi í meðferð sem er líklegri til árangurs.

Sálfræðingar Tölum saman eru í nánu samstarfi við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) og sækja handleiðslu hjá sálfræðingum KMS til þess að tryggja gæði þjónustunnar, auk þess sem Dagur Bjarnason geðlæknir verður sálfræðingunum innan handar.

Heimir Snorrason

Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir

Framkvæmdastjóri & Sálfræðingur

Heimir Snorrason

Sálfræðingur

Halldór Arnarsson

Sálfræðingur

Sóley D. Davíðsdóttir

Sérfræðingur í klínískri sálfræði

Gunnlaugur Pétursson

Sálfræðingur

Dagur Bjarnason

Geðlæknir

tolumsaman