ÞUNGLYNDI

Flestir kannast við að hafa átt erfiða eða þunga daga. Þunglyndi er mun dýpra og alvarlegra. Viðkomandi getur fundið fyrir auknum pirringi, erfitt með að sofa, minni áhuga á mat, minni áhuga á kynlífi, þreytu og erfiðara með að taka hversdagslegar ákvarðanir. Flestir hlutir sem við gerum daglega án þess að hugsa okkur um verða þyngri og geta jafnvel orðið óyfirstíganlegir í huga þess sem er þunglyndur. Lífið og tilveran hættir að vekja áhuga og vellíðan. Lífið tapar lit sínum.

Fólk byrjar að draga sig undan öðrum og einangrar sig auknum mæli. Vandinn kemur einnig tímabundið niður á minnisgetu og einbeitingu. Sjálfsálit lækkar einnig og fólki finnst það misheppnað, er oft þjakað af sektarkennd og sjálfsásökunum, finnur fyrir vonleysi og langar til að gráta. Fólki er oft svartsýnt á að ráða megi bót á vandanum eða tekur vandann ekki alvarlega og leitar sér því ekki aðstoðar. Mikilvægt er að taka þunglyndi föstum tökum þar sem því getur jafnframt fylgt lífsleiði og sjálfsvígshugsanir, í sumum tilvikum tilraunir til sjálfsvígs. Með réttri meðferð, svo sem lyfjameðferð og hugrænni atferlismeðferð, má ná góðum tökum á þunglyndi.

tolumsaman