ÞARF ÉG AÐSTOÐ?

Ertu sjálf ekki viss hvort þú ættir að leita þér aðstoðar vegna vanlíðunar þinnar en langar til að ræða það við fagmann?

Það þarf ekki að vera ,,mikið að” til að réttlæta komu til sálfræðings. Ekkert erindi er of lítilvægt til að fá álit sálfræðings á. Andleg heilsa er mikilvæg og skynsamlegt að hlúa að henni og leita aðstoðar ef eitthvað er. Því er orðið sífellt algengara að fólk leiti til sálfræðings þegar eitthvað bjátar á og getur það afstýrt óþarfa vanlíðan og flýtt fyrir góðri líðan. Það getur einnig dregið úr líkum á að vandinn versni eða taki sig aftur og aftur upp yfir æviskeiðið. Flestir mega í raun við því að læra leiðir til að bæta líðan sína.

Ef við metum sem svo að vandinn er af þeim toga eða umfangi að hann sé betur kominn í meðferð annars staðar vísum við viðkomandi í réttan farveg svo að skjólstæðingurinn fái rétta meðferð.

tolumsaman