ÁFALLASTREITA

Eðlilegt er áföll hafi áhrif á fólk og að það taki tíma fyrir fólk að jafna sig. Áfallastreituröskun er því aðeins greind jafni fólk sig ekki með tíð og tíma. Jafnvel þótt fólk uppfylli ekki viðmið fyrir áfallastreituröskun getur það haft gagn af því að vinna úr áföllum sem það hefur ekki fyllilega komist yfir. Áfallastreituröskun er röskun sem getur þróast í kjölfar alvarlegs áfalls sem fólk verður fyrir, þar sem lífi eða velferð þess, eða einhvers annars, er ógnað. Á meðan á áfallinu stendur upplifir fólk mikla hræðslu, skelfingu, hrylling eða vanmátt. Í kjölfarið verða einhverjar af eftirfarandi breytingum í hegðun, hugsun og tilfinningalífi fólks. Fólk leitast við að forðast allt sem minnir á áfallið svo sem hugsanir og tilfinningar tengdar áfallinu, tiltekna staði eða athafnir. Það endurupplifir atburðinn með einum eða öðrum hætti, fær martraðir eða sér hann ljóslifandi fyrir sér.

Fólk fer yfirleitt í uppnám þegar eitthvað minnir það á atburðinn. Fólk verður daufara og áhugalausara en það á að sér og á almennt erfitt með að finna fyrir jákvæðum tilfinningum.  Það finnur hins vegar oft fyrir líkamlegri spennu, svefntruflunum, pirringi eða reiði, einbeitingarerfiðleikum, er stöðugt á varðbergi og því bregður auðveldlega. Það upplifir sig einangrað frá öðrum og á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir  sér. Áfallastreituröskun getur leitt til þunglyndis og misnotkun vímugjafa.  Hægt er að ná góðum tökum á áfallastreituröskun með meðferð og koma nokkur meðferðarform til greina, s.s. hugræn atferlismeðferð, hugræn úrvinnslumeðferð og EMDR.

tolumsaman