AÐSTANDENDUR

Glímir barnið þitt, maki, foreldrar, vinur eða annar sem stendur þér nær við kvíða, þunglyndi, átröskun, fíknivanda, geðrofssjúkdóm eða önnur geðræn vandmál? Langar þig til að fræðast betur um algengar sem geðraskanir sem eru hugsanlega að hrjá viðkomandi aðila? Þarftu aðstoð við að vita hvert þú getur leitað aðstoðar með viðkomandi? Það getur verið flókið fyrir venjulegt fólk að átta sig í íslensku geðheilbrigðiskerfi og hvert er hægt að leita lausnar sinna andlegu veikinda. Það getur vel verið að við getum leiðbeint þér.

Tölum saman langar til að reyna sinna aðstandendum fólks sem glímir við ýmis geðræn veikindi betur. Þetta er hópur fólks sem ekki hefur tekist nægilega vel að þjónusta en við vitum að þarf oft á aðstoðað halda.

Það er hægt að panta tíma til að ræða og fara yfir málin almennt með fagmanni. Það þarf að byrja einhvers staðar. Byrjum á því að tala saman.

tolumsaman