ALGENGAR SPURNINGAR

Hvað kostar viðtal hjá sálfræðingi hjá Tölum saman?

Hægt er að bóka bæði 50 mínútna fjarfund (viðtal í gegnum internetið) og 30 mínútna fjarfund hjá Tölum saman. Verð fyrir 50 mínútna viðtal er 12 þúsund krónur en 7 þúsund fyrir 30 mínútna fjarfund. 

Kjósi fólk hins vegar staðfund (að hitta sálfræðing augliti til auglitis) bendum við fólki að fara inn á heimasíðu Kvíðameðferðarstöðvarinnar (www.kms.is) og panta tíma þar en hvert 50 mínútna viðtal í staðfundi hjá Kvíðameðferðarstöðinni kostar 14 þúsund krónur.

Þarf ég að uppfylla einhver skilyrði til að bóka tíma hjá Tölum saman?

Það er öllum velkomið að panta tíma hjá Tölum saman. Þú þarft ekki að uppfylla nein skilyrði til þess að bóka tíma og það er ekki þörf á beiðni frá lækni eða öðrum fagaðila.

Hvernig nýskrái ég mig?

Á heimasíðu Tölum saman (www.tolumsaman.is) er hnappur merktur ,,panta tíma“. Þar fyllir þú inn grunnupplýsingar um þig og staðfestir skráninguna. Þá færð þú sendan tölvupóst á netfangið þitt þar sem þú ert beðin/n um að smella á meðfylgjandi hlekk til að staðfesta skráninguna.

Hvernig er greitt fyrir tíma?

Áður en þú hefur meðferð hjá Tölum saman ertu beðin/n um að fylla inn kreditkortaupplýsingar. Greiðsla fyrir hvern tíma er svo dregin af kortinu að hverjum tíma loknum.

Eru viðtöl niðurgreidd?

Því miður þá eru sálfræðingar ekki með samninga við Sjúkratryggingar Íslands og því ekki kostur á niðurgreiðslu frá ríkinu. Hins vegar taka mörg stéttarfélög þátt í kostnaði vegna sálfræðiþjónustu, því skaltu kanna hvort þitt stéttarfélag taki þátt.

Hvernig afboða ég tíma?
Ef þú forfallast ertu vinsamlega beðin(n) um að láta vita af því með minnst 24 tíma fyrirvara með tölvupósti á tolumsaman@tolumsaman.is. Ef þú lætur ekki vita, eða lætur vita með minna en 24 tíma fyrirvara, ber þér að greiða hálft viðtalið. 
 
Þetta sama á við hafir þú fengið samþykki þriðja aðila fyrir greiðslu á viðtölum. Samstarfsaðilar Tölum saman greiða ekki fyrir viðtöl sem ekki er mætt í og fellur það því í þinn hlut að greiða fyrir slík viðtöl, ef ekki er afboðað með tilskyldum fyrirvara. 
Hvaða reglur gilda um trúnað?

Samkvæmt lögum og siðarglum sálfræðinga eru sálfræðingar Tölum saman bundnir trúnaði um þær upplýsingar sem þú veitir. Það þýðir meðal annars að sálfræðingur getur ekki veitt öðrum aðilum upplýsingar um þig nema með skriflegu leyfi þínu.

Undantekningar á þessu ákvæði eru:

  1. Þegar velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings er í húfi, ber sálfræðingi að tilkynna það til yfirvalda (t.d. Barnaverndar).
  2. Þegar grunur leikur á að þú eða annar aðili sé líklegur til að valda sjálfum sér eða örðum skaða, ber sálfræðingnum að hafa samband við einhvern tengdan viðkomandi, viðeigandi stofnun eða yfirvöld.

Sálfræðingar Tölum saman sækja reglulega handleiðslu hjá reyndum sálfræðingi á Kvíðameðferðarstöðinni til að tryggja gæði meðferðar. Engar persónugreinanlegar upplýsignar eru veittar í handleiðslu.

 

Upplýsingar um réttindi sjúklinga má finna á þessari vefslóð: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1997074.html

Hver hefur aðgang að gögnum um mig?

Það hefur enginn aðgang að gögnum um þig nema þú og sálfræðingurinn þinn sértu eldri en 18 ára. Um persónugögn og meðferð þeirra er farið að öllu leyti eftir lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Eru gögnin mín örugg?

Tölum saman og Kara fylgja ýtrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og varðveislu gagna um skjólstæðinga. Gögnin þín eru örugg hjá okkur. Kara er hýst á öruggu svæði. Öruggt svæði á vefsíðu lýsir sér þannig að vefslóð hefur https://karaconnect.com í staðinn fyrir http. Einnig má sjá lokaðan hengilás sem vafrinn birtir til að sýna að síðan er örugg. Öll samskipti sem fara fram í Köru eru dulkóðuð með öruggum hætti.

Er hægt að tala við sálfræðinginn í gegnum öll tæki?

Hugbúnaðurinn Kara sem Tölum saman notar í þjónustu sinni virkar á öllum tækjum sem hafa netsamband að undanskildum ipad og iphone.

Er hægt að nota hvaða vafra sem er?

Google Chrome er besti vinur hugbúnaðarins Köru. Hún virkar þó í öllum helstu vöfrum nema Internet Explorer og Safari.

Geta allir nýtt sér þjónustu Tölum saman?

Allir sem hafa aðgang að tölvu eða snjalltæki með netsambandi geta hitt sálfræðign Tölum saman í gegnum hugbúnaðinn Köru að undanskildum ipad og iphone.

Hvað þarf ég til að geta nýtt mér þjónustu Tölum saman?

Það eina sem þú þarf til að nýta þér þjónustu Tölum saman í gegnum Köru er tölva eða snjalltæki (að undanskildum ipad og iphone), þokkalega gott netsamband og vefmyndavél.

Hvernig endurheimti ég glatað lykilorð?

Við innskráningu kemur upp hnappurinn “Gleymt lykilorð”. Með því að smella á hann færðu sendan tölvupóst á netfangið þitt sem inniheldur hlekk. Með því að smella á hlekkinn færðu boð um að endursetja lykilorð þitt.

Hvernig endurheimti ég glatað notandanafn?

Við innskráningu kemur upp hnappurinn “Gleymt lykilorð”. Með því að smella á hann færðu sendan tölvupóst á netfangið þitt sem inniheldur hlekk. Fyrir ofan hlekkinn sést notandanafn þitt.

tolumsaman