
Fjarþjónusta Kvíðameðferðarstöðvarinnar

Tölum saman er fjarþjónusta Kvíðameðferðarstöðvarinnar (KMS) þar sem hægt er að sækja ráðgjöf og meðferð hjá sálfræðingum í myndfundum með öruggum hætti í gegnum internetið. Markmið okkar er að auka aðgengi almennings að árangursríkri meðferð við kvíða og kvíðatengdum vanda, depurð og lágu sjálfsmati.