Fjarþjónusta Kvíðameðferðarstöðvarinnar

Tölum saman er fjarþjónusta Kvíðameðferðarstöðvarinnar (KMS) þar sem hægt er að sækja ráðgjöf og meðferð hjá sálfræðingum í myndfundum með öruggum hætti í gegnum internetið. Markmið okkar er að auka aðgengi almennings að árangursríkri meðferð við kvíða og kvíðatengdum vanda, depurð og lágu sjálfsmati.

SKREF 1

Nýskráning

Þú skráir inn grunnupplýsingar um þig og færð staðfestingarpóst með hlekk sem þú smellir á til þess að velja þér notendanafn og lykilorð.

SKREF 2

Tímabókun

Sálfræðingur hefur samband við þig og bókar tíma með þér sem birtist á þínu heimasvæði.

SKREF 3

Fjarfundur

Þegar fundur er um það bil að hefjast skráir þú þig inn á heimsvæðið þitt og ferð inn í myndfundakerfið með einum smelli og hittir sálfræðinginn þinn.

tolumsaman